Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Öryggisnefnd ánægð með framkvæmd Ljósanætur
Þriðjudagur 21. september 2004 kl. 21:38

Öryggisnefnd ánægð með framkvæmd Ljósanætur

Í dag hélt öryggisnefnd Ljósanætur fund á Hótel Keflavík og fór yfir framkvæmd nýliðinnar Ljósanæturhátíðar.

Í nefndinni eru fulltrúar allra aðila sem unnu að öryggismálum í sambandi við hátíðina ss. lögregla, björgunarsveit og Brunavarnir Suðurnesja ásamt fleirum.

Niðurstaða nefndarinnar var sú að vel hafi tekist til á flestum sviðum og greinilegt þykir að eftir fimm ár er samstarfið orðið vel slípað. Fyrirkomulag varðandi bílastæði og lokanir á götum þótti til að mynda takast með afbrigðum vel og voru einungis lagðar til smávægilegar lagfæringar fyrir næsta ár.

„Þetta snýst allt um að læra af reynslunni og gera betur á hverju ári,“ sagði Steinþór Jónsson, formaður Ljósanæturnefndar. Hann vildi að lokum þakka öllum þeim sem komu að, en rúmlega 100 manns unnu að öryggismalum á Ljósanótt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024