Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Öryggismyndavélar til höfuðs skemmdarvörgum
Þriðjudagur 8. janúar 2008 kl. 14:38

Öryggismyndavélar til höfuðs skemmdarvörgum

Forsvarsmenn Keflavíkur hafa fengið nóg af margítrekuðum skemmdarverkum á áhorfendasætum við leikvang félagsins við Hringbraut. Er nú unnið að því að koma upp eftirlitsmyndavélum á svæðinu til höfuðs skemmdarvörgunum.

Frá því sætin voru sett upp á þar síðasta ári hafa þau aldrei fengið að vera í friði fyrir skemmdarvörgum sem virðast í dómgreindarleysi sínu ekki bera skynbragð á að hér er um umtalsverð verðmæti að ræða. Sumum er því miður fyrirmunað að bera virðingu gagnvart eigum annarra.

Tjónið er farið að hlaupa á hundruðum þúsunda er er því svo komið að forsvarsmenn félagsins sjá ekki annað í stöðunni en að koma upp eftirlitsmyndavélum á svæðinu.


Mynd. Á þessari mynd sést hvernig búið er að brjóta hvert einasta sæti í efstu röðinni. Tjónið hleypur á hundruðum þúsunda og nú verða settar upp eftirlitsmyndavélar á svæðinu. VF-mynd: elg
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024