Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Öryggismiðstöðin vaktar Reykjanesbæ
Þröstur Sigurðsson frá Lotu verkfræðistofu, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kristinn Loftur Einarsson, deildarstjóri hjá Öryggismiðstöðinni, og Sigurður Ari Gíslason, viðskiptastjóri Öryggismiðstöðvarinnar, við undirritun samningsins.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 18. nóvember 2021 kl. 06:19

Öryggismiðstöðin vaktar Reykjanesbæ

Reykjanesbær hefur samið við Öryggismiðstöðina um öryggisþjónustu til næstu fjögurra ára. Samningurinn tekur til þjónustu, viðhalds og vöktunar á öryggiskerfum í öllum húseignum á vegum Reykjanesbæjar.

Reykjanesbær rekur viðamikla starfsemi í yfir 50 byggingum víðsvegar um sveitarfélagið, sem dæmi má nefna íþróttamannvirki, sundlaugar, söfn, grunnskóla, leikskóla og ráðhús.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Öryggismiðstöðin er fyrir með umsvifamikla þjónustu á svæðinu og reka sólarhrings útkallsþjónustu öryggisvarða, sinna fjölmörgum verkefnum við öryggisgæslu og við tækniþjónustu í Reykjanesbæ. Aviör er flugverndarsvið Öryggismiðstöðvarinnar og sérhæfir sig í flugvernd á Keflavíkurflugvelli ásamt því að sjá um COVID-19 skimun á landamærunum. Öryggismiðstöðin starfrækir einnig hraðsýnatökustöð við Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ og skrifstofur á Ásbrú.

„Við erum gríðarlega ánægð með að fá að bæta Reykjanesbæ við í hóp okkar viðskiptavina og hlökkum til samstarfsins en samningurinn er afar góð viðbót við starfsemi okkar í Reykjanesbæ sem fer ört stækkandi,” segir Kristinn Loftur Einarsson. deildarstjóri hjá Öryggismiðstöðinni.