Öryggismiðstöð Íslands gerir samstarfssamning við íþróttafélög í Reykjanesbæ
Öryggismiðstöð Íslands, Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag, UMFN og Íþróttafélagið Nes hafa gert með sér samstarfssamning. Samningar þessir eru gerðir með það að markmiði að auka íþróttastarfsemi á svæðinu og um leið auka öryggi heimila á Suðurnesjum. Fulltrúar Öryggismiðastöðvarinnar og íþróttarfélaganna komu saman í Reykjaneshöllinni í gær þar sem samningarnir voru undirritaðir.Íþróttafélögin munu sjá um dreifingu á heimagæslu tilboðum, Keflavík í Keflavíkurhverfi, UMFN í Njarðvíkurhverfi og NES dreifir í Hafnir, Garð og Sandgerði. Öryggismiðstöð Íslands greiðir 8000 krónur yfir hverja tengingu á heimagæslukerfi sem skilar sér inn í framhaldi af dreifingu. Þessum fjármunum verður varið til uppbyggingar íþróttastarfsemi á Suðurnesjum og er það val viðskiptavinarins hverju sinni til hvaða deildar styrkurinn rennur til.