Öryggismálin á oddinum hjá ÍAV
Í vinnubúðum ÍAV í Helguvík var boðið upp á gómsætar rjómatertur síðastliðinn föstudag í tilefni þess að hjá ÍAV og undirverktökum hafa alls verið unnar 50 þúsund vinnustundir án fjarveruslyss á framkvæmdasvæði álversins. Öryggismálin eru því greinilega í góðu lagi þar á bæ. Um 70 manns á vegum þessara aðila eru við störf á álverssvæðinu í dag en þar hefur mikil jarðvegsvinna farið fram auk þess sem vinna við uppsteypu kerskála hófst fyrir nokkru.
VFmynd/elg - Kristján Björgvinsson, öryggisstjóri ÍAV, beitti kökuhnífnum af miklu öryggi þegar hann skar rjómatertunar ofan í mannskapinn.