Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Öryggismál í skólum Voga til skoðunar
Frá Vogum á Vatnsleysuströnd.
Sunnudagur 10. nóvember 2019 kl. 08:27

Öryggismál í skólum Voga til skoðunar

Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga ræddi á síðasta fundi sínum hvort ástæða sé til að skoða öryggismál í skólum Sveitarfélagsins Voga með það að markmiði að auka öryggi nemenda og starfsmanna.

„Skólastjórar vilja hafa skólana opna að vissu marki. Þeir munu ræða þessi mál á starfsmannafundum og auka vitund starfsmanna á þessum málum í tengslum við skoðun á aðgangsmálum sveitarfélagsins í heild,“ segir í gögnum fundarins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fræðslunefnd Voga hvetur stjórnendur leikskólans til að skoða hvaða möguleikar eru á að koma upp eftirlitsmyndavélakerfi í leikskólanum.