Öryggismál áfram tryggð á Ljósanótt
Í framhaldi af jákvæðum árangri í öryggis- og löggæslumálum leggur ljósanefnd áherslu á halda þeirri jákvæðri ímynd sem síðustu tvær Ljósanætur hafa skapað. Í samtali við Steinþór Jónsson formann Ljósanætur kom fram að skipuð hefur verið öryggisnefnd fyrir Ljósanótt 2002. Er nefndinni ætlað koma með tillögur og vinna að forvarnarmálum, umferðar- og öryggismálum og hafa yfirumsjón með upplýsinga- og öryggismiðstöð við Hafnargötuna á Ljósanótt sem sér um upplýsingagjöf, týnd börn og fyrstu hjálp svo dæmi séu tekin.Þá er hugmyndin að nefndinni tengist sem flestir þættir hátíðarinnar svo tryggt sé að allir þættir sem tengjast Ljósanótt 2002 og þeim mannfjölda sem saman kemur séu tryggðir. Verður áhersla lög að útivistareglur barna séu virtar og leitað leiða til að fá bæjarbúa alla til að taka þátt í verkefninu. Þá verður m.a. unnið að hópslysáætlun o.s.fr.v.
Nefndin verður skipuð eftirfarandi einstaklingum:
Steinþór Jónsson, formaður ljósanefndar, Karl Hermannson aðstoðar yfirlögregluþjónn, Stefán Bjarkarsson , tómstunda og íþróttafulltrúi, Viðar Már Aðalsteinsson frá tæknideild bæjarins, Páll Ketilsson, Víkurfréttum, Jóhann Friðrik Friðriksson, Suðurnesjafréttum, Gunnar Stefánsson, Björgunarsveitinni Suðurnes og Tómas Knútsson, Bláa hernum
Mun nefndin hittast á næstu dögum og munu niðurstöður og aðgerðaráætlun vera kynnt nánar í næsta blaði.
Nefndin verður skipuð eftirfarandi einstaklingum:
Steinþór Jónsson, formaður ljósanefndar, Karl Hermannson aðstoðar yfirlögregluþjónn, Stefán Bjarkarsson , tómstunda og íþróttafulltrúi, Viðar Már Aðalsteinsson frá tæknideild bæjarins, Páll Ketilsson, Víkurfréttum, Jóhann Friðrik Friðriksson, Suðurnesjafréttum, Gunnar Stefánsson, Björgunarsveitinni Suðurnes og Tómas Knútsson, Bláa hernum
Mun nefndin hittast á næstu dögum og munu niðurstöður og aðgerðaráætlun vera kynnt nánar í næsta blaði.