Öryggismál á Keflavíkurflugvelli í góðu lagi
Samráðshópur ráðuneytisstjóra hefur sent frá sér skýrslu um öryggi og varnir gegn hryðjuverkum. Mikið annríki hefur verið á hjá lögreglunni og á Öryggissviði flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli. Arngrímur Guðmundsson, Yfireftirlitsmaður Öryggissviðs flugmálastjórnar, segir að fulltrúar frá bandarísku flugumferðastjórninni komi reglulega og geri þá úttekt á öllum öryggisþáttum flugstöðvarinnar, byrji í vopnaleitinni og endi úti í flugvél. Öryggisráðstafanir á Keflavíkurflugvelli hafa verið auknar til muna eftir atburðina á Bandaríkjunum 11. september og segist Arngrímur jafnvel eiga von á því að öryggið verði hert ennþá meira þegar fram líða stundir. Hann segir að í raun sé um gerbreytta flugstöð að ræða öryggislega séð og allt aðgengi að stöðinni hafi verið hert, bæði hvað varðar farþega sem fara um Flugstöð Leifs Eríkssonar og þá einstaklinga sem vinna þar.