Öryggislögregla hersins leggur leigubílstjóra í einelti - og VL bílar í „harki“
Reiðir leigubílstjórar af leigubílastöðinni Ökuleiðum í Keflavík fjölmenntu að lögreglustöðinni við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á miðnætti í kvöld til að mótmæla yfirgangi öryggislögreglu hersins og bílstjóra á bílum merktum Varnarliðinu. Leigubílstjórarnir segja bíla Varnarliðsins vera að hafa af sér vinnu og öryggislögreglan leggi leigubílstjórana í einelti.Leigubílstjórarnir áttu stuttan fund með blaðamanni Víkurfrétta áður en þeir komu formlegum mótmælum á framfæri við lögregluna á Keflavíkurflugvelli. Bílstjórarnir segja að síðustu vikur hafi yfirgangur Varnarliðsmanna alveg keyrt um þverbak. Bílar Varnarliðsins, merktir VL númerum séu notaðir til að aka farþegum bæði innan vallar og utan fyrir framan nefið á leigubílstjórum Ökuleiða, sem á sama tíma hafa ekkert að gera.
Yfirgangurinn sé augljós innan Vallar og þar tekur öryggislögreglan m.a. þátt í því að aka Varnarliðsmönnum til og frá skemmtistöðum á meðan íslenskir leigubílstjórar sitja verkefnalausir. Þá eru bílar frá Varnarliðinu m.a. notaðir til að sækja farþega sem eru gestir á nektardansstaðnum Casino í Keflavík. Leigubílstjóri hjá Ökuleiðum greindi frá því í kvöld að ákveðin Varnarliðsbifreið hafi farið tíu ferðir í röð að skemmtistaðnum í Keflavík til að sækja farþega og ekið þeim upp á Keflavíkurflugvöll. Um er að ræða tugi farþega og þegar bílstjóri Varnarliðsbifreiðarinnar hafi verið spurður um erindi sitt, sagðist hann bara vera að sækja kunningja sína.
Innan Vallar segjast bílstjórar Ökuleiða vera lagðir í einelti af öryggislögreglu hersins. Leigubílar séu eltir á röndum um allan völl og stundum ekið svo þétt á eftir þeim að ef leigubíllinn þyrfti að stöðva skyndilega fengi hann bíl öryggislögreglunnar aftan á sig.
Talsmaður Ökuleiða hefur átt fund með Jóhanni R. Benediktssyni, sýslumanni á Keflavíkurflugvelli, um málið. Hann sagði sýslumann hafa átt fund með lögreglustjóra hersins sem hafi verið árangurslaus og sá ameríski skellt hurðum. Það hefur ekki fengist staðfest.
Leigubílstjórar greindu einnig frá því í kvöld að þeir hefðu ítrekað verið stöðvaðir af öryggislögreglu hersins og látnir blása í áfengismæla. Það gerist yfirleitt þegar þeir væru með farþega í bílnum og sögðu þeir öryggislögregluna vera að tefja fyrir sér og niðurlægja fyrir framan farþegana.
Leigubílstjórnarnir hafa þegar lagt fram nokkrar kærur vegna framferðis Varnarliðsmanna og aksturs þeirra í samkeppni við leigubíla. Ökuleiðamönnum finnst lítið gerast og í kvöld hafi mælirinn einfaldlega verið fullur. Kröfðust þeir að haft yrði samband við sýslumann og honum gert ástandið ljóst. Lögreglumenn á vakt hlustuðu á rök bílstjóranna og bókuðu umkvörtunarefni þeirra en sýslumaður var ekki kallaður til.
Talsmaður Ökuleiða sagðist í samtali við Víkurfréttir ekki geta tekið ábyrgð á því ef einhver gripi til róttækari aðgera geng þessum Varnarliðsbílum sem væri augljóslega í samkeppni við leigubílana. Leigubílstjórarnir væru einfaldlega búnir að fá nóg af yfirgangi Varnarliðsmanna og á sama tíma aðgerðarleysi íslenskra yfirvalda í málinu.
Yfirgangurinn sé augljós innan Vallar og þar tekur öryggislögreglan m.a. þátt í því að aka Varnarliðsmönnum til og frá skemmtistöðum á meðan íslenskir leigubílstjórar sitja verkefnalausir. Þá eru bílar frá Varnarliðinu m.a. notaðir til að sækja farþega sem eru gestir á nektardansstaðnum Casino í Keflavík. Leigubílstjóri hjá Ökuleiðum greindi frá því í kvöld að ákveðin Varnarliðsbifreið hafi farið tíu ferðir í röð að skemmtistaðnum í Keflavík til að sækja farþega og ekið þeim upp á Keflavíkurflugvöll. Um er að ræða tugi farþega og þegar bílstjóri Varnarliðsbifreiðarinnar hafi verið spurður um erindi sitt, sagðist hann bara vera að sækja kunningja sína.
Innan Vallar segjast bílstjórar Ökuleiða vera lagðir í einelti af öryggislögreglu hersins. Leigubílar séu eltir á röndum um allan völl og stundum ekið svo þétt á eftir þeim að ef leigubíllinn þyrfti að stöðva skyndilega fengi hann bíl öryggislögreglunnar aftan á sig.
Talsmaður Ökuleiða hefur átt fund með Jóhanni R. Benediktssyni, sýslumanni á Keflavíkurflugvelli, um málið. Hann sagði sýslumann hafa átt fund með lögreglustjóra hersins sem hafi verið árangurslaus og sá ameríski skellt hurðum. Það hefur ekki fengist staðfest.
Leigubílstjórar greindu einnig frá því í kvöld að þeir hefðu ítrekað verið stöðvaðir af öryggislögreglu hersins og látnir blása í áfengismæla. Það gerist yfirleitt þegar þeir væru með farþega í bílnum og sögðu þeir öryggislögregluna vera að tefja fyrir sér og niðurlægja fyrir framan farþegana.
Leigubílstjórnarnir hafa þegar lagt fram nokkrar kærur vegna framferðis Varnarliðsmanna og aksturs þeirra í samkeppni við leigubíla. Ökuleiðamönnum finnst lítið gerast og í kvöld hafi mælirinn einfaldlega verið fullur. Kröfðust þeir að haft yrði samband við sýslumann og honum gert ástandið ljóst. Lögreglumenn á vakt hlustuðu á rök bílstjóranna og bókuðu umkvörtunarefni þeirra en sýslumaður var ekki kallaður til.
Talsmaður Ökuleiða sagðist í samtali við Víkurfréttir ekki geta tekið ábyrgð á því ef einhver gripi til róttækari aðgera geng þessum Varnarliðsbílum sem væri augljóslega í samkeppni við leigubílana. Leigubílstjórarnir væru einfaldlega búnir að fá nóg af yfirgangi Varnarliðsmanna og á sama tíma aðgerðarleysi íslenskra yfirvalda í málinu.