Öryggislögregla hersins hættir í samkeppni við Ökuleiðir!
Lausn er fundin á umkvörtunarefni Ökuleiða í garð öryggislögreglu hersins. Leigubílstjórar Ökuleiða hafa ítrekað staðið öryggislögregluna og önnur ökutæki Varnarliðsins, á VL númerum, að farþegaflutningum í samkeppni við leigubílana. Eru dæmi um að Varnarliðsbílar hafi farið allt að tíu ferðir með farþega fyrir framan nefið á Ökuleiða-mönnum, án þess að leigubílarnir hafi fengið nokkuð að gera. Þá hefur öryggislögreglan lagt leigubílstjórana í einelti, að þeirra sögn. Hafa þeir verið stöðvaðir í tíma og ótíma og jafnvel látnir blása í áfengismæla þegar þeir hafi verið í farþegaflutningum.Reiðir leigubílstjórar af leigubílastöðinni Ökuleiðum í Keflavík fjölmenntu að lögreglustöðinni við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á laugardagskvöld til að mótmæla yfirgangi öryggislögreglu hersins og bílstjóra á bílum merktum Varnarliðinu. Víkurfréttir birtu ítarlega frásögn af málinu strax um nóttina og á sunnudag, eftir birtingu fréttar Víkurfrétta, höfðu yfirmenn íslensku lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli samband við talsmann Ökuleiða, Magnús Jóhannsson, og tilkynntu að lausn væri komin í málinu.
Nýr yfirmaður herlögreglunnar hafi tekið á málinu og sagt ótækt að bílar embættisins væru notaðir í farþegaflutninga í samkeppni við íslenska leigubíla. Því verði hætt og jafnframt óskað eftir því að aðrir Varnarliðsbílar séu ekki notaðir í samkeppni við leigubílana. Leigubílstjórum hefur verið úthlutað sérstöku símanúmeri þar sem menn eiga að bera fram kvartanir, séu brot unnin á þessu samkomulagi og verði þá tekið á málinu strax af bæði íslenskum og bandarískum lögreglufulltrúa á Keflavíkurflygvelli.
Nýr yfirmaður herlögreglunnar hafi tekið á málinu og sagt ótækt að bílar embættisins væru notaðir í farþegaflutninga í samkeppni við íslenska leigubíla. Því verði hætt og jafnframt óskað eftir því að aðrir Varnarliðsbílar séu ekki notaðir í samkeppni við leigubílana. Leigubílstjórum hefur verið úthlutað sérstöku símanúmeri þar sem menn eiga að bera fram kvartanir, séu brot unnin á þessu samkomulagi og verði þá tekið á málinu strax af bæði íslenskum og bandarískum lögreglufulltrúa á Keflavíkurflygvelli.