Öryggislendingin lukkaðist vel
Flugvélin frá flugfélaginu Continental sem kom til öryggislendingar á Keflavíkurflugvelli er lent og þótti lendingin takast ágætlega. 172 farþegar eru um borð og var viðbúnaður mikill sökum þessa.
Björgunarsveitir frá höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum voru í viðbragðsstöðu og bátar á sjó við Reykjanes voru einnig látnir vita en búið er að afboða allt björgunarlið.
Ástæða öryggislendingarinnar var sú að annar hreyfill vélarinar væri bilaður en vélin var á leið frá Ludúnum vestur um haf.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi Bárðarson og sést glögglega hversu mikill viðbúnaðurinn var á Keflavíkurflugvelli fyrir skemmstu.