Öryggi í fyrirrúmi á Ljósanótt
Til að tryggja öryggi og halda uppi gæslu á Ljósanótt hefur Öryggisráð Ljósanætur útbúið nákvæma áætlun fyrir alla aðila er koma að öryggismálum á svæðinu. Öryggisráðið, sem samanstendur meðal annars af fulltrúum slökkviliðs og sjúkraflutninga, lögreglu og björgunarsveita, hefur yfirfarið öryggismál sem tengjast svæðinu og hátíðarhöldum á komandi Ljósanótt. Hugað hefur verið sérstaklega að skipulagi á svæðinu og hugsanlegum uppákomum, aðkomu lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla og annarra viðbragðsaðila sem og verkþætti og viðbrögð þeirra. Ýmislegt hefur komið í ljós og hafa verið gerðar úrbætur og áætlun um viðeigandi ráðstafannir.Öryggisráð Ljósanætur minnir á Öryggismiðstöð/Upplýsingaþjónustu, þar sem fulltrúar frá slökkviliði og sjúkrahúsi eru í beinum samskiptum við alla viðbraðgsaðila og verður Öryggismiðstöðin beintengd Lögreglu, Slökkviliði og Neyðarlínu um TETRA fjarskiptakerfi.
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja og Lögreglan verða með aukinn útkallsstyrk á tímabilinu 12 á hádegi og fram eftir nóttu. Þegar mest verður þá verða 4 mannaðir lögrelgubílar til taks ásamt 4 lögrelguþjónum sem verða á ferðinni.
Með notkunn TETRA fjarskiptakerfisins verður beint samband við Neyðarlínu og samræmt fjarskiptasamaband við viðbragðsaðila s.s. Slökkvilið, Lögreglu, Björgunarsveit Suðurnesja og Sjúkrahús. Því verður hægt að virkja hópslysaáætlun með stuttum fyrirvara. Hlutverk viðbraðsaðila er víðtækt en skilgreint eins og kostur er. Þá er ákveðið að fulltrúar viðbragðsaðila mæti í Öryggsimiðstöð á hádegi til að fínstylla verkþætti og yfirfara stöðu mála, prófa fjarskipti og fl.
Björgunarsveitin Suðurnes verður með björgunarbátinn Njörð allann daginn, en báturinn verður mannaður köfurum í viðbragðsstöðu og er fulltrúi þeirra í beinu sambandi við Öryggismiðstöðina. Þá verður einnig gæsla á svæðinu og bílar á ferðinni.
Símanúmer Öryggismiðstöðvarinnar/Upplýsingaþjónustunnar er: 891-9101
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja og Lögreglan verða með aukinn útkallsstyrk á tímabilinu 12 á hádegi og fram eftir nóttu. Þegar mest verður þá verða 4 mannaðir lögrelgubílar til taks ásamt 4 lögrelguþjónum sem verða á ferðinni.
Með notkunn TETRA fjarskiptakerfisins verður beint samband við Neyðarlínu og samræmt fjarskiptasamaband við viðbragðsaðila s.s. Slökkvilið, Lögreglu, Björgunarsveit Suðurnesja og Sjúkrahús. Því verður hægt að virkja hópslysaáætlun með stuttum fyrirvara. Hlutverk viðbraðsaðila er víðtækt en skilgreint eins og kostur er. Þá er ákveðið að fulltrúar viðbragðsaðila mæti í Öryggsimiðstöð á hádegi til að fínstylla verkþætti og yfirfara stöðu mála, prófa fjarskipti og fl.
Björgunarsveitin Suðurnes verður með björgunarbátinn Njörð allann daginn, en báturinn verður mannaður köfurum í viðbragðsstöðu og er fulltrúi þeirra í beinu sambandi við Öryggismiðstöðina. Þá verður einnig gæsla á svæðinu og bílar á ferðinni.
Símanúmer Öryggismiðstöðvarinnar/Upplýsingaþjónustunnar er: 891-9101