Fimmtudagur 2. maí 2013 kl. 13:49
Örvar tekur við ÍR
Njarðvíkingurinn Örvar Kristjánsson mun þjálfa karlalið ÍR í körfuboltanum næstu þrjú árin. Örvar var í vetur aðstoðarþjálfari Njarðvíkinga en þar áður þjálfaði hann Fjölni.
ÍRingar urðu í níunda sæti úrvalsdeildarinnar í vor og komust því ekki í úrslitakeppnina.