Öruggur sigur H-listans í Vogum
Jón Gunnarsson og hans fólk á H-listanum í Vogum á Vatnsleysuströnd vann öruggan sigur í sveitarstjórnarkosningunum í dag. Alls greiddu 463 atkvæði í kosningunum. Þrír seðlar voru auðir og þrír ógildir. H-listinn hlaut 263 atkvæði eða 57% og þrjá menn í hreppsnefnd.T-listinn hlaut 116 atkvæði eða 25% og einn mann. Þá hlaut V-listinn 78 atkvæði eða 17% og einn mann.
Nú stendur yfir mikil sigurhátíð H-listans og verður fram á morgun að því er fram kom í spjalli við Jón Gunnarsson, leiðtoga H-listans.
Nú stendur yfir mikil sigurhátíð H-listans og verður fram á morgun að því er fram kom í spjalli við Jón Gunnarsson, leiðtoga H-listans.