Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Fréttir

Öruggast að halda sig inni
Miðvikudagur 8. febrúar 2017 kl. 10:39

Öruggast að halda sig inni

- Seinni partinn dregur úr vindi

Nú gengur mikið hvassviðri yfir víða um land. Haft er eftir Einari Sveinbjörnssyni, veðurfræðingi hjá Veðurvaktinni á vef VÍS að öruggast sé að vera ekki utandyra meðan veðurhæðin er mest þar sem varasamt geti verið að vera á ferðinni. Fólk er hvatt til þess að gæta þess að hurðir, bæði á bílum og húsum, fjúki ekki upp þegar gengið er um þær og gluggar áveðurs séu lokaðir.

Á vef Veðurstofu Íslands segir að draga muni úr smám saman úr vindi seinni partinn. Búast má við að hvassviðrinu fylgi talsverð rigning.
 

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25