Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 7. mars 2000 kl. 20:28

Örtröð í Helguvíkurhöfn

Fjögur loðnuskip voru samtímis í Helguvíkurhöfn í dag.Þrjú skip voru með fullfermi til löndunar og eitt skip var á leið á miðin að nýju. Samkvæmt heimildsum vf.is er langt síðan þessi staða var síðast uppi á boðinu á Suðurnesjum. Fjögur til fimm skip hafa verið samtímis í Keflavíkurhöfn og beðið löndunar en þetta er mesti fjöldi loðnuskipa sem hefur verið samankominn í Helguvík. Loðnan er nú komin að Reykjanesi og hefur verið í stórum torgum. Það styttist hins vegar í hrygningu en þá drepst loðnan og sekkur til botns. Loðnuvertíð fer því að ljúka.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024