Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Örtröð á Harry Potter í Keflavík
Laugardagur 23. nóvember 2002 kl. 11:01

Örtröð á Harry Potter í Keflavík

Harry Potter er að slá öll met í Keflavík. Kvikmyndin var frumsýnd í gær kl. 16 fyrir fullu húsi og áður en fyrsta sýningin hófst var orðið uppselt á fjórar sýningar nú um helgina og Davíð Smári Jónatansson bíóstjóri Sambíóanna í Keflavík sagðist aðeins eiga eftir að selja 200 miða til að slá glæsilegt met frá opnunarhelgi Nýjabíós, en kvikmyndahúsið var endurnýjað frá grunni fyrir nokkrum misserum og er í dag eitt besta bíóið af kvikmyndahúsum Sambíóanna.Meðfylgjandi mynd var tekin síðdegis í gær þegar ungir aðdáendur Harry Potter biðu í röð utan við Nýja bíó eftir að fá miða á sýninguna kl. 16 í gær. Myndin um Harry Potter er sýnd á öllum sýningum um helgina og vissara að tryggja sér miða í tíma.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024