Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Orri Freyr í eins leiks bann
Miðvikudagur 21. júlí 2004 kl. 09:48

Orri Freyr í eins leiks bann

Knattspyrnumaðurinn Orri Freyr Hjaltalín var í gær dæmdur í eins leiks keppnisbann fyrir ummæli sem hann hafði frammi á heimasíðu sinni á dögunum.

Orri Freyr lét falla ljót orð um nafngreinda aðila s.s. dómara og þjálfara auk forseta Íslands. Hann er dæmdur fyrir ósæmilega hegðun. 

Orri Freyr baðst opinberlega afsökunar á framferði sínu var sektaður af félagi sínu fyrir ummælin sem hann viðhafði.

Auk Orra var félagi hans hjá Grindavík, Óðinn Árnason dæmdur í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda og mun því missa af leknum við Fylki á mánudaginn.

Sömu sögu er að segja um Stefán Gíslason sem missir af leik Keflavíkur og FH á sunnudag.
Mynd/umfg.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024