Örninn að lenda
Matreiðslumaðurinn Örn Garðarsson sem dvalið hefur á Kvíabryggju undanfarna mánuði er kominn „heim“, eða svo gott sem og farinn að handleika potta og pönnur á veitingastað þeirra hjóna, Soho í Keflavík.
„Það er mjög gott að vera orðin „laus“, svo til. Ég á nú samt eftir að afplána3 mánuði sem ég tek út á Vernd í Reykjavík.
Fínt að vera byrjaður að vinna aftur og fá að elda alvöru mat úr frábæru hráefni. Næstu 3 mánuði verð ég á Verndinni þannig að ég get unnið öll hádegi en ekki á kvöldin, síðan er það bara að nota tímann og hitta ættingja, vini og koma lífinu afutur í réttar skorður“.
Hvernig ertu eftir þennan tíma sem þú dvaldir á Kvíabryggju?
„Ég er í mjög góðu líkamlegu formi alla vega, enda búinn að taka vel á því í ræktinni. Þetta er eins og frekar langt sumarfrí. Maður var ekki að láta fara í taugarnar á sér, að vera þarna“, sagði Örn sem er einn þekktasti matreiðslumaður landsins.
„Það er mjög gott að vera orðin „laus“, svo til. Ég á nú samt eftir að afplána3 mánuði sem ég tek út á Vernd í Reykjavík.
Fínt að vera byrjaður að vinna aftur og fá að elda alvöru mat úr frábæru hráefni. Næstu 3 mánuði verð ég á Verndinni þannig að ég get unnið öll hádegi en ekki á kvöldin, síðan er það bara að nota tímann og hitta ættingja, vini og koma lífinu afutur í réttar skorður“.
Hvernig ertu eftir þennan tíma sem þú dvaldir á Kvíabryggju?
„Ég er í mjög góðu líkamlegu formi alla vega, enda búinn að taka vel á því í ræktinni. Þetta er eins og frekar langt sumarfrí. Maður var ekki að láta fara í taugarnar á sér, að vera þarna“, sagði Örn sem er einn þekktasti matreiðslumaður landsins.