Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Örn GK til Stakkavíkur í Grindavík
Fimmtudagur 7. apríl 2016 kl. 13:50

Örn GK til Stakkavíkur í Grindavík

Útgerðarfyrirtækið Stakkavík í Grindavík hefur fest kaup á dragnótarbátnum Erni GK af útgerðarfélaginu Sólbakka. Frá þessu er greint á vef Aflafrétta. Bátnum fylgir um 1050 tonna kvóti í þorskígildum. Fyrr á árinu seldi Stakkavík bátinn Óla á Stað GK til Hjálmars ehf., dótturfélags Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði.

Örn GK verður afhentur Stakkavík 1. september næstkomandi. Kaupverðið er tveir og hálfur milljarður króna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024