Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Örmagna göngumaður við Keili
Þriðjudagur 18. janúar 2022 kl. 16:37

Örmagna göngumaður við Keili

Tilkynning barst til Neyðarlínu í 112 rétt fyrir klukkan 13 í dag frá örmagna göngumanni í grennd við Keili. Maðurinn var nánar tiltekið norðvestur af Keili í hrauninu við Höskuldarvelli og hafði verið á göngu við annan mann frá því fyrr í dag þegar hann varð örmagna af þreytu, en að öðru leiti óslasaður. Björgunarsveitir voru kallaðar út stuttu síðar til leitar að honum.

Svæðið í kringum gönguleiðina að Keili er mjög gróft apalhraun og erfitt yfirferðar. Maðurinn var í lélegu símasambandi í grófu hrauninu og voru því skilyrði til leitar ekki með besta móti. Björgunarsveitarfólk hélt á svæðið úr tveimur áttum, hópar frá Grindavík, Vogum og Hafnarfirði. Rétt fyrir klukkan 15 voru mennirnir fundir þeim var komið fyrir í neyðarskýli og þeim gefin orka og hlúð að þeim örmagna. Maðurinn var óslasaður, orkulaus en að öðru leiti í ágætis ásigkomulagi. Búið var um hann í sjúkrabörum og hjóli komið undir þær, þar sem flytja þurfti hann 2 kílómetra leið að björgunarsveitarbíl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nú rétt í þessu, um klukkan 16:30, kom björgunarsveitarfólk með manninn að björgunarsveitarbílnum sem flytur hann til byggða ásamt félaga sínum.