Orlofsbyggð við Heiðarskóla!
Skólastofum við Heiðarskóla fjölgaði í dag þegar þriðja svokallaða kálfinum var komið fyrir á lóð skólans. Gárungarnir töluðu um að nú væri kominn vísir að orlofsbyggð við Heiðarskóla. Menn verða að hafa snarar hendur að koma stofunni fyrir þar sem skólastarf hefst á föstudaginn. Þá verða menn að hafa snarar hendur að ganga frá lóð skólans því eitthvað verður unga fólkinu laus höndin á grjótinu sem fellur til við uppgröft á svæðinu.Varla hafði verktaki lokið við að grafa fyrir undirstöðum nýju kennslustofunnar þegar grjót úr uppgreftrinum var komið í gegnum rúðu í Heiðarskóla.