Orkuverið Jörð; Gengið frá samningi við verktaka
Hitaveita Suðurnesja hefur undirritað samninga við fyrirtækið JANVS International Ltd. vegna uppsetningar á sýningunni Orkuverið Jörð sem fyrirhugað er að setja upp í Reykjanesvirkjun.
Að sögn Alberts Albertssonar, aðstoðarforstjóra Hitaveitu Suðurnesja er stefnt því að hægt verði að opna sýninguna eigi síðar en 31. júlí 2007. Hönnunin sýningarinnar er lokið, að sögn Alberts, en smíði og framleiðsla hennar fer fram undir umsjá verktakans víðsvegar um Evrópu og verður hún síðan flutt hingað til Íslands til uppsetningar í Reykjanesvirkjun. Er gert ráð fyrir henni í sérstöku rými innan veggja virkjunarinnar. Áætlaður kostnaður vegna verkefnisins er um 125 milljónir en reiknað er með að sýningin muni hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.
Reykjanesvirkjun er stærsta verkefnið sem Hitaveita Suðurnesja hefur ráðist í og kemur hún til með að framleiða 100 MW af rafmagni. Heildarkostnaður vegna hennar er á bilinu 9 – 10 milljarðar.
Að sögn Alberts Albertssonar, aðstoðarforstjóra Hitaveitu Suðurnesja er stefnt því að hægt verði að opna sýninguna eigi síðar en 31. júlí 2007. Hönnunin sýningarinnar er lokið, að sögn Alberts, en smíði og framleiðsla hennar fer fram undir umsjá verktakans víðsvegar um Evrópu og verður hún síðan flutt hingað til Íslands til uppsetningar í Reykjanesvirkjun. Er gert ráð fyrir henni í sérstöku rými innan veggja virkjunarinnar. Áætlaður kostnaður vegna verkefnisins er um 125 milljónir en reiknað er með að sýningin muni hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.
Reykjanesvirkjun er stærsta verkefnið sem Hitaveita Suðurnesja hefur ráðist í og kemur hún til með að framleiða 100 MW af rafmagni. Heildarkostnaður vegna hennar er á bilinu 9 – 10 milljarðar.