Orkusölusamningur samþykktur

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í gær orkusölusamning  Orkuveitu Reykjavíkur og Norðuráls vegna fyrirhugaðs álvers í  Helguvík. OR skuldbindur sig sig til að selja Norðuráli 100 MW af raforku til Helguvíkur auk 75 MW til viðbótar sem hugsanleg atvinnuuppbygging í Ölfusi hefur forgang að fram á mitt ár. 
Samhliða samningnum var gerð viljayfirlýsing aðila um sölu á 75 MW til hugsanlegra síðari áfanga uppbyggingar í Helguvík, samkvæmt frétt MBL Þar kemur einnig fram að ekki hafi verið gengið frá fjármögnun vegna framkvæmdanna í Helguvík.
---
Ljósmynd/Ellert Grétarsson – Frá Hellisheiði, þaðan sem orkan í álverið mun koma.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				