Orkusala um sæstreng til Kaliforníu
Fyrirspurnir um orkukaup frá Reykjanesi hafa borist frá amerískum fjárfestum sem standa að baki hátæknifyrirtækjum í Sílíkon-dal í Kaliforníu. Að sögn Ólafs Kjartanssonar, framkvæmdastjóra Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar, er þetta stórt tækifæri en á næstu vikum kemur í ljós hvort af verður.„Orkuverð í Kaliforníu er mun hærra en hér auk þess er orkan þar af skornum skammti. Þeir verða því að skammta orkuna sem er mjög bagalegt fyrir hjarta hátækniþróunar í heiminum. Við getum hins vegar boðið upp á stöðuga orku og betra verði. Það sem við þurfum að skoða betur er hvort við ráðum við að flytja orku með sæstreng fyrir svo stór fyrirtæki. Það er takmarkandi þáttur á þessu tækifæri en við erum að bíða eftir skýrslu um málið og ég býst við niðurstöðu á næstu vikum“, segir Ólafur.




