Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Orkusala til Helguvíkurálvers: Ekki ávísun á framkvæmdir, segir umhverfisráðherra
Fimmtudagur 7. júní 2007 kl. 11:51

Orkusala til Helguvíkurálvers: Ekki ávísun á framkvæmdir, segir umhverfisráðherra

Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, sagði á Alþingi í dag að mikilvægt væri að stjórnmálamenn, orkufyrirtæki og almenningur gerði sér grein fyrir því að nýgerður orkusölusamningur Orkuveitu Reykjavíkur við Norðurál ,vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík, væru ekki ávísun á að framkvæmdir hæfust þar. Benti hún á að enn væri margt ófrágengið, t.a.m. þættir eins og umhverfismat og skipulagsmál.

Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður VG, tók til máls í upphafi þingfundar þar sem hún gerði orkusölusamninginn að umtalsefni. Upplýsti hún að fulltrúi flokksins í stjórn OR hefði gengið út af fundinum vegna þess að leynd átti að hvíla yfir raforkuverðinu og auk þess stríddi samningurinn gegn yfirlýstum markmiðum fyrirtækisins um sjálfbæra þróun. Sagði Kolbrún að til stæði að reisa álver í Helguvík í þremur áföngum og um væri að ræða fyrsta áfangann en orkuþörfin yrði allt að 600 megavött, litlu minni en hjá álverinu í Reyðarfirði.

Kolbrún spurði Þórunni álits á samningnum í ljósi þeirra yfirlýsinga, sem hún hefði gefið um að hún ætlaði að vera málsvari umhverfisins og hvernig þessi áform færu saman við yfirlýsingar ráðherrans um að ríkisstjórnin ætlaði að setja í forgang að vernda háhitasvæði landsins. En ljóst væri að orkuþörf Helguvíkurálversins þýddi, að fórna yrði Brennisteinsfjöllum á altari stóriðjunnar.

Samkvæmt samningum selur OR kílóvattstundina á 2,1 krónu til Norðuráls fyrir fyrihugað álver í Helguvík. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag, en þar segir jafnframt að garðyrkjubændur greiði um fjórar krónur fyirr kílóvattsstundina. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem raforkuverð til stóriðju er gefið upp með svo nákvæmum hætti.

OR hefur skuldbundið sig til að útvega álveri Norðuráls 40% af orkunni sem það þarf, en Hitaveita Suðurnesja útvegar afganginn. Verð raforku frá HS til Norðuráls er bundið heimsmarkaðsverði á áli og gengi Bandaríkjadals og getur því verið breytilegt á hverjum tíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024