Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Orkukátak í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 17. september 2003 kl. 11:21

Orkukátak í Reykjanesbæ

Reykjanesbær mun taka þátt í orkuátaki Latabæjar sem hefst 1. október nk. og stendur til 1. nóvember en markmið þess er að hvetja til heilbrigðari lífstíls hjá komandi kynslóðum. Þjóðarátakið er unnið í samvinnu við ráðuneyti, landlæknisembættið og ýmis fyrirtæki og er byggt upp á orkubók, sjónvarpsþáttum og auglýsingaherferð. Því er ætlað að höfða til barna í 1. og 2. bekk grunnskóla og tveggja elstu árganga leikskólabarna.

Verkefnið hófst með kynningarfundi í Reykjanesbæ með matráðum, matreiðslukennurum, leik- og skólastjórum, umsjónarkennurum, íþróttakennurum sem og deildarstjórum og leikskólakennurum tveggja árganga leikskólabarna.

Foreldrar barna sem fædd eru á árunum 1997 til 1999 fá heim Orkubækur en hverri bók mun fylgja aðgangsorð sem börn og foreldrar þeirra nota til að skrá sig inn á heimasíðu átaksins. Þar getur hvert barn fyllt út eins konar Orkubók á netinu sem gefur jafnframt möguleika á að fylgjast með hvernig átakið gengur í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Að auki verður árangur átaksins mældur af næringarfræðingi við Háskóla Íslands og samanburðarmælingar gerðar eftir 3 ár. Sjónvarpsþáttur mun fara í gang í tengslum við átakið en alls verða sýndir 8 orkuríkir þættir fyrir alla fjölskylduna með persónum Latabæjar. Reynt verður að tengja sem flesta við verkefnið og vekja umræður um heilbrigðari lífsstíl fyrir komandi kynslóðir, segir á vef Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024