Orkugarður á óskalista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ
Sjálfstæðismenn munu á næsta kjörtímabili beita sér fyrir gerð „umhverfisvæns orkugarðs“ í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki sem nýta orku í starfsemi sinni. Með því er sérstaða Reykjaness nýtt skynsamlega, segir í stefnuskrá Sjálfstæðismanna sem kynnt var í hádeginu.Orkugarður er samfélag sem byggt er á tilteknu svæði. Þar verður úrvals aðstaða fyrir menntastofnanir sem sérhæfa sig í orku- og jarðvísindum og fyrir frumkvöðlasetur í samstarfi fyrirtækja og stofnana, segja sjálfstæðismenn.
Staðsetning í landi Reykjanesbæjar er kjörin þar sem saman fara gott byggingarland, vatn og orka úr iðrum jarðar og gott samgöngunet bæði innan lands og utan. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á að Reykjanesbær haldi forystuhlutverki sínu í Hitaveitu Suðurnesja og telja augljóst að framtíðarstaðsetning höfuðstöðva fyrirtækisins eigi að tengjast slíkum orkugarði í Reykjanesbæ. Með „orkugarði“ verður stofnað til hundruða vel launaðra starfa sem krefjast fjölþættrar menntunar, segir að lokum í frétt á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Staðsetning í landi Reykjanesbæjar er kjörin þar sem saman fara gott byggingarland, vatn og orka úr iðrum jarðar og gott samgöngunet bæði innan lands og utan. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á að Reykjanesbær haldi forystuhlutverki sínu í Hitaveitu Suðurnesja og telja augljóst að framtíðarstaðsetning höfuðstöðva fyrirtækisins eigi að tengjast slíkum orkugarði í Reykjanesbæ. Með „orkugarði“ verður stofnað til hundruða vel launaðra starfa sem krefjast fjölþættrar menntunar, segir að lokum í frétt á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.