ORKUÁTAK 2006 – Virkjum orku komandi kynslóða
Á morgun, miðvikudaginn 1. febrúar 2006, hefst þjóðarátak Latabæjar, fjölmargra sveitarfélaga, fyrirtækja, stofnana og ríkisstjórnar Íslands til að efla hreysti og heilbrigði íslenskra fjölskyldna. Verkefnið, sem nefnt er Orkuátak 2006, mun standa frá 1. febrúar til 1. mars og byggist á sama grunni og hið vel heppnaða Orkuátak sem Latibær stóð fyrir í október 2003. Fyrir það verkefni hlaut Latibær t.d. Norrænu heilsuverðlaunin árið 2004.
Orkuátakinu 2006 má skipta í þrjá meginþætti: Orkubókina, kynningarherferð og kraftmikla sjónvarpsþætti sem sérstaklega eru framleiddir til að styðja við Orkuátakið og sýndir verða í Ríkissjónvarpinu á meðan á átakinu stendur í febrúar.
Sendar hafa verið Orkubækur til allra barna á Íslandi sem fædd eru á árinu 1998, 1999 og 2000, þeim að kostnaðarlausu. Jafnframt verða Orkubækur til sölu á kostnaðarverði hjá Hagkaupum og í útibúum Íslandsbanka um land allt svo allir sem vilja geti tekið þátt í átakinu. Í Orkuátakinu 2003 sendi Latibær út rúmlega 13.000 bækur til 4-6 ára gamalla barna. Auk þess seldust um 5.000 bækur í lausasölu á fyrstu tveimur dögum átaksins. Hverri orkubók fylgir auðkenni og lykilorð sem veitir aðgang að heimasíðu verkefnisins, www.orkuatak.is. Þar er hægt að nálgast ýmsan fróðleik auk þess sem hægt verður að fylla út Orkubókina á rafrænan hátt. Með því að hvetja fjölskyldur til að fylla út Orkubókina á vefnum fæst gríðarlega mikið af skemmtilegum upplýsingum. Svo dæmi sé tekið þá kom í ljós síðast að krakkar á Akureyri borðuðu 15% meira af grænmeti en krakkar í Garðabæ. Dregið verður úr nöfnum þeirra sem fylla út alla Orkubókina á vefnum og hlýtur hinn heppni flugferð með Icelandair í Euro Disney skemmtigarðinn, fyrir fjölskylduna.
Átakið verður kynnt rækilega í öllum helstu fjölmiðlum. Gerðar verða sjónvarpsauglýsingar þar sem fjölskyldur eru hvattar til virkrar þátttöku í átakinu. Einnig verða birtar auglýsingar í dagblöðum og í útvarpi.
Latibær hefur framleitt 8 kraftmikla sjónvarpsþætti sem hver er um 15 mínútur að lengd. Þriðjungur hvers þáttar er tileinkaður átakinu með beinum hætti þar sem Íþróttaálfurinn og íbúar Latabæjar fjalla um átakið og hvetja landsmenn til þátttöku. Tveir þriðju fara svo í kraftmikla keppni þar sem krakkar úr hverjum landsfjórðungi keppa í bráðskemmtilegum þrautum.
Orkuátakinu 2006 má skipta í þrjá meginþætti: Orkubókina, kynningarherferð og kraftmikla sjónvarpsþætti sem sérstaklega eru framleiddir til að styðja við Orkuátakið og sýndir verða í Ríkissjónvarpinu á meðan á átakinu stendur í febrúar.
Sendar hafa verið Orkubækur til allra barna á Íslandi sem fædd eru á árinu 1998, 1999 og 2000, þeim að kostnaðarlausu. Jafnframt verða Orkubækur til sölu á kostnaðarverði hjá Hagkaupum og í útibúum Íslandsbanka um land allt svo allir sem vilja geti tekið þátt í átakinu. Í Orkuátakinu 2003 sendi Latibær út rúmlega 13.000 bækur til 4-6 ára gamalla barna. Auk þess seldust um 5.000 bækur í lausasölu á fyrstu tveimur dögum átaksins. Hverri orkubók fylgir auðkenni og lykilorð sem veitir aðgang að heimasíðu verkefnisins, www.orkuatak.is. Þar er hægt að nálgast ýmsan fróðleik auk þess sem hægt verður að fylla út Orkubókina á rafrænan hátt. Með því að hvetja fjölskyldur til að fylla út Orkubókina á vefnum fæst gríðarlega mikið af skemmtilegum upplýsingum. Svo dæmi sé tekið þá kom í ljós síðast að krakkar á Akureyri borðuðu 15% meira af grænmeti en krakkar í Garðabæ. Dregið verður úr nöfnum þeirra sem fylla út alla Orkubókina á vefnum og hlýtur hinn heppni flugferð með Icelandair í Euro Disney skemmtigarðinn, fyrir fjölskylduna.
Átakið verður kynnt rækilega í öllum helstu fjölmiðlum. Gerðar verða sjónvarpsauglýsingar þar sem fjölskyldur eru hvattar til virkrar þátttöku í átakinu. Einnig verða birtar auglýsingar í dagblöðum og í útvarpi.
Latibær hefur framleitt 8 kraftmikla sjónvarpsþætti sem hver er um 15 mínútur að lengd. Þriðjungur hvers þáttar er tileinkaður átakinu með beinum hætti þar sem Íþróttaálfurinn og íbúar Latabæjar fjalla um átakið og hvetja landsmenn til þátttöku. Tveir þriðju fara svo í kraftmikla keppni þar sem krakkar úr hverjum landsfjórðungi keppa í bráðskemmtilegum þrautum.