Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Orka úr neðri hluta Þjórsár forsenda netþjónabús
Fimmtudagur 6. mars 2008 kl. 17:59

Orka úr neðri hluta Þjórsár forsenda netþjónabús

Nýgerður orkusamningur Landsvirkjuna og Verne Holding um netþjónabú á Suðurnesjum er gerður með fyrirvara um að virkjunarleyfi fáist fyrir virkjunum í neðri hluta Þjórsár.

„Af gefnu tilefni er rétt að árétta að þar sem ekki hefur enn verið gefið út virkjunar- og framkvæmdaleyfi fyrir virkjunum í neðri hluta Þjórsár eru samningar Landsvirkjunar við Verne og aðrir orkusölusamningar sem fyrirtækið kann að gera á næstunni við aðila sunnan heiða gerðir með fyrirvara um að tilskildar heimildir fáist fyrir virkjunum í Þjórsá,“ segir á heimasíðu Landsvirkjunar.  Sem kunnugt er hafa þessi virkjunaráform mætt harðri andstöðu heimamanna.

Á heimasíðunni segir að ljóst sé að eftirspurnin eftir orku sé langt umfram framboð og fyrir liggi að Landsvirkjun hafi ekki aðra virkjunarkosti en í neðri hluta Þjórsár tiltæka til raforkusölu á Suður- og Vesturlandi.
„Þá er svigrúm í raforkukerfinu til aukinnar orkuframleiðslu lítið þar sem mikil aukning í raforkusölu hefur átt sér stað á undanförnum mánuðum og eykst áfram á árinu,“ segir á heimasíðunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024