Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Orka náttúrunnar sækir um lóð fyrir hraðhleðslustöðvar á Fitjum
Séð yfir Fitjar fyrir nokkrum árum. Orka náttúrunnar sækist eftir lóð milli verslunarkjarnans og Njarðarbrautar. VF/Hilmar Bragi
Sunnudagur 2. júlí 2023 kl. 06:14

Orka náttúrunnar sækir um lóð fyrir hraðhleðslustöðvar á Fitjum

Orka náttúrunnar hefur óskað eftir lóð hjá Reykjanesbæ til að stækka núverandi hleðslustöð við verslunarmiðstöð við Fitjar. Erindinu fylgdu tillögur að stærð og staðsetningu lóðar, sem er á grænu belti milli verslunarmiðstöðvarinnar á Fitjum og Njarðarbrautar. Óskað er eftir lóð fyrir tíu hraðhleðslustöðvar með möguleika á að fjölga þeim í sextán.

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar tekur undir að styðja þurfi við orkuskiptin og reiturinn er vel í sveit settur til þess. Vinna þarf tillögu að breytingu á deiliskipulagi með hagaðilum innan reitsins, segir í afgreiðslu ráðsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024