Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Orka í Vogum verði nýtt til orkufreks iðnaðar á Keilisnesi
Föstudagur 28. apríl 2006 kl. 14:52

Orka í Vogum verði nýtt til orkufreks iðnaðar á Keilisnesi

Borgarafundur var haldinn á vegum Atvinnuþróunarfélags Voga og Vatnsleysustrandar 27.apríl s.l. Um 70 manns mættu á fundinn. Framsögu á fundinum höfðu: Birgir Örn Ólafsson, efsti maður á E-lista í Vogum, Grétar Mar Jónsson varaþingmaður, Guðni Ágústsson ráðherra, Jón Gunnarsson bæjarforseti og alþingismaður og Kjartan Ólafsson alþingismaður.

Eftir skemmtilegar ræður framsögumanna voru fyrirspurnir úr sal og sköpuðust þá líflegar og góðar umræður.

Mikið var rætt um lóð á Keilisnesi þar sem gert er ráð fyrir orkufrekum iðnaði samkvæmt skipulagi, og einnig um iðnaðarsvæði við þéttbýlið í Vogum, og atvinnumál almennt. Í lok fundarins var samþykkt svohljóðandi áskorun:

„Borgarafundur Atvinnuþróunarfélags Voga og Vatnsleysustrandar haldinn 27. apríl 2006 skorar á bæjarstjórn og ríkisvald að orkan, sem í sveitarfélaginu er, verði notuð til stofnunar orkufreks iðnaðar á Keilisnesi í eigu Íslendinga“.

Ljósmynd frá fundinum tók Rafn Sigurbjörnsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024