Orka í Vogum verði nýtt til orkufreks iðnaðar á Keilisnesi

Eftir skemmtilegar ræður framsögumanna voru fyrirspurnir úr sal og sköpuðust þá líflegar og góðar umræður.
Mikið var rætt um lóð á Keilisnesi þar sem gert er ráð fyrir orkufrekum iðnaði samkvæmt skipulagi, og einnig um iðnaðarsvæði við þéttbýlið í Vogum, og atvinnumál almennt. Í lok fundarins var samþykkt svohljóðandi áskorun:
„Borgarafundur Atvinnuþróunarfélags Voga og Vatnsleysustrandar haldinn 27. apríl 2006 skorar á bæjarstjórn og ríkisvald að orkan, sem í sveitarfélaginu er, verði notuð til stofnunar orkufreks iðnaðar á Keilisnesi í eigu Íslendinga“.
Ljósmynd frá fundinum tók Rafn Sigurbjörnsson.