Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 26. maí 2004 kl. 17:00

Orion sveit varnarliðsins alfarin í júní

Síðustu liðsmenn 90 manna viðgerðardeildar Orionsveitar bandaríkjahers fara af landi brott í júní. Orion flugvélar sem verið hafa í þjónustu varnarliðsins um árabil fóru af landinu um mánaðarmótin janúar og febrúar. Þeir sem eru eftir í viðgerðasveitinni vinna nú við að pakka niður öllum varahlutum og verkfærum sem notuð voru við viðhald Orion vélanna.
Orion flugsveitin og viðgerðarsveitin voru með aðstöðu í næststærsta flugskýlinu á Keflavíkurflugvelli en skýlið stendur tómt í dag. Skýlið var gert upp fyrir nokkrum árum og var kostnaður við þá viðgerð vel á annan milljarð króna.
Að sögn Friðþórs Eydal upplýsingafulltrúa Varnarliðsins er skýlið tilbúið til að taka á móti flugsveitum ef og til þess komi að slík sveit komi aftur til Íslands.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024