Örfundur í bæjarstjórn
– Fundurinn stóð í þrjár mínútur.
Bæjarstjórnarfundur í Reykjanesbæ á þriðjudag stóð yfir í þrjár mínútur. Fundir gerast ekki mikið styttri en það. Þó mun hafa verið haldinn styttri fundur í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.
Á fundinum í gær var tekið fyrir lausnarbréf frá Björk Þorsteinsdóttur en hún hefur óskað eftir lausn undan skyldum varabæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þá þurfti að skipa tvo nýja fulltrúa í nefndir á vegum bæjarins.
Á meðfylgjandi mynd er Hjörtur Zakaríasson, bæjarritari, að huga að klukkunni í sal bæjarstjórnar í aðdraganda bæjarstjórnarfundarins. VF-mynd: Hilmar Bragi