Orðið flugfært á Keflavíkurflugvelli
Farþegaþoturnar tvær sem lentu á Egilsstaðaflugvelli um klukkan 08.00 í morgun eru nú farnar þaðan og komnar til Keflavíkur. Þá er flutningavél Flugleiða, sem lenti á Akureyri í morgun, rétt ófarin frá Akureyri áleiðis til Keflavíkur. Þoturnar urðu allar að snúa frá eftir aðflug að Keflavíkurflugvelli í morgun vegna hvassviðris.Morgunblaðið greindi frá.