OR: Ógildir samruna REI og GGE
 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundi í dag að ógilda samruna Reykjavik Energy Invest og Geysi Green Energy, en borgarráð samþykkti í gær að hafna samrunanum.
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundi í dag að ógilda samruna Reykjavik Energy Invest og Geysi Green Energy, en borgarráð samþykkti í gær að hafna samrunanum. Einnig verða felldar úr gildi aðrar samþykktir frá eigendafundi 3. október síðastliðnum, þar á meðal um 20 ára einkaréttarsamninga um stuðning Orkuveitu Reykjavíkur við REI.
Stjórnarformanni var falið að ræða við aðra hluthafa REI og boða síðan til nýs eigendafundar á næstunni.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				