Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 28. desember 2020 kl. 12:05
Óprúttnir aðilar þykjast vera Björgunarsveitin Suðurnes á Facebook
Óprúttnir aðilar þykjast vera Björgunarsveitin Suðurnes á Facebook og eru að senda fólki á Suðurnesjum vinabeiðnir í nafni björgunarsveitarinnar.
Á síðu þessara aðila er fólk hvatt til að smella á tengil til að taka þátt í leik. Um svikapóst er að ræða og fólk hvatt til að smella ekki á tengilinn.