Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 25. mars 1999 kl. 21:34

ÓPÓLITÍSKAR RÁÐNINGAR Í SANDGERÐI

Reynir Sveinsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fræðaseturs Sandgerðis í stað Helgu Ingimundardóttur. Varla er ráðið í stöður í nokkru bæjarfélagi landsins án þess að upp komi umræða um pólítískar veitingar flokksbræðrum, vinum og vandamönnum til handa og bæjarbúum til vansa en þessu virðist öfugt varið í þessu tilviki því Reynir er oddviti minnihlutans í bæjarstjórn. „Það er nú ekki búið að ákveða hvenær ég hef störf en ég hef verið viðriðinn uppbyggingu Fræðasetursins frá upphafi og þekki vel til allra þátta starfseminnnar. Tel ég það aðalástæðuna fyrir því að mér er treyst fyrir þessu starfi. Hér í Sandgerði leggjum við áherslu á aðra þætti en stöðu í pólitík þegar ráðið er í stöður. Ég hef rekið rafmagnsverkstæði frá unga aldri, í rúmlega 30 ár, og hyggst draga mig út úr þeim rekstri, þegar ég hef störf við Fræðasetrið, og selja fyrirtækið.“ sagði Reynir í viðtali við Víkurfréttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024