Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Opnun afmælissýningar Byggðasafns Reykjanesbæjar
Miðvikudagur 9. júní 2004 kl. 15:30

Opnun afmælissýningar Byggðasafns Reykjanesbæjar

Föstudaginn 11. júní kl. 16 verður opnuð sýningin „Milli tveggja heima. Á fortíðin erindi við framtíðina?“ í DUUS-húsum. Sýningin er sett upp í tilefni þess að í ár verða liðin 25 ár frá því að safnið var fyrst opnað almenning þann  17. nóvember 1979. Á sýningunni getur að líta brot af safnkosti muna, ljósmynda og hreyfimynda. Safnið stendur nú á tímamótum unnið er að stefnumörkun fyrir safnið og eru því gestir hvattir til að tjá hug sinn um hvað geti skipt máli að varðveita frá 20. öldinni þannig að framtíðin fái einhverja sýn á þá merku öld.
Sýningahönnuður er Björn G. Björnsson. Árni Sigfússon bæjarstjóri mun opna sýninguna og verður boðið upp á léttar veitingar.

Myndin sem birtist með fréttinni er á sýningunni sem opnuð verður í DUUS-húsum á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024