Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 29. apríl 2002 kl. 23:12

Opnar Sparisjóðurinn í Keflavík útibú í Sandgerði?

Í framhaldi af þeim upplýsingum sem liggja fyrir bæjarstjórn Sandgerðis og snertir störf, starfsumhverfi starfsfólks og þjónustu við bæjarbúa hefur bæjarstjórn Sandgerðis sent frá sér meðfylgjandi bókun.„Bæjarstjórn telur sem fyrr ekki ástæðu til að amast við fyrirhuguðum breytingum á rekstri Landsbankans í Sandgerði úr útibúi með fækkun stöðugilda í afgreiðslustað.
Bæjarstjórn harmar hinsvegar að ekki skuli vera komið meira til móts við þær almennu óskir bæjarbúa og bæjarstjórnar að hafa opið frá t.d. kl. 09.00 til kl. 16.00 alla daga vikunnar til að veita almenna banka- og póstþjónustu. Þetta er lágmarks opnunartími að mati bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn minnir einnig á að Landsbankinn hefur skyldum að gegna er varðar almenna póstþjónustu fyrir bæjarfélagið og að sú þjónusta hafi dregist saman á síðustu árum úr nálægt þremur stöðugildum.
Kom fram meðal annars að á aðalfundi Sparisjóðsins, sem haldinn var fyrir nokkru kom fram vilji stjórnarmanna og bankastjóra þeirrar bankastofnunar að koma upp afgeiðslu í bæjarfélaginu skapist þær aðstæður og verði eftir því leitað af hálfu bæjarfélagsins.
Í ljósi ofanritaðs og þeirrar reynslu sem komin er af skertri opnunarþjónustu við bæjarbúa skorar bæjarstjórn enn á Landsbanka Íslands að endurskoða afgreiðslutíma bankans nú þegar.
Þær góðu væntingar um rýmkun á opnunartíma, sem fram koma í svari Halldórs Kristjánssonar bankastjóra um endurskoðun um áramót verður til þess eins fallin að mikið af viðskiptum bankans mun flytjast annað verði ekki snúið til fyrra horfs er þetta varðar“.
Bæjarstjóra Sandgerðisbæjar er jafnframt falið að ræða við Íslandspóst h.f. er varðar breytingu á þjónustu og kalla eftir upplýsingum frá Sparisjóðinum í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024