Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Opnar nýja möguleika fyrir HSS á þessu sviði
  • Opnar nýja möguleika fyrir HSS á þessu sviði
Föstudagur 5. júní 2015 kl. 08:07

Opnar nýja möguleika fyrir HSS á þessu sviði

– Skurðstofur HSS komnar í notkun með samningi við Gravitas.

Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, segir mjög ánægjulegt að hafa náð samningum um að nýta skurðstofu á HSS og koma lífi í þá starfsemi aftur. Eins og greint var frá í síðasta blaði hefur stofnunin gert samning við fyrirtækið Gravitas, sem Auðun Sigurðsson skurðlæknir rekur, en Auðun hefur sérhæft sig í aðgerðum vegna yfirþyngdar.

„Þessi samningur, sem er skammtímasamningur til september á þessu ári, gaf okkur möguleika til þess að fara yfir allan búnað, húsnæði og tæki, þannig að skurðstofan uppfylli allar kröfur til þess að veita skurðþjónustu þar. Gangi þetta verkefni vel tel ég að við höfum góðan grunn til nýrra samninga og möguleika til aukinna verkefna á þessu sviði. Auknum verkefnum fylgir alltaf þörf fyrir fleira starfsfólk,“ segir Halldór í samtali við Víkurfrétta um samkomulagið við Gravitas.

„Það er von okkar er að þetta gangi vel og opni nýja möguleika fyrir HSS á þessu sviði,“ segir Halldór að endingu.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024