Opnað fyrir veiði í Seltjörn
Í ljósi þess að vorið er loksins komið hefur verið ákveðið að opna fyrir veiði í Seltjörn á Reykjanesi. Vatnið er í góðu ásigkomulagi og urriðinn og bleikjan farin á fullt að afla sér fæðu eftir veturinn. Tilraunatúrar síðustu vikna hafa gefið góða raun og urriði allt að 5 pund hefur verið að veiðast ásamt talsverðu af vænni bleikju.
Verð veiðileyfa er að mestu óbreytt frá fyrri árum en vakin er athygli á því að hægt er að kaupa hálfsdagsveiðileyfi á aðeins kr. 1.950,- og eru þá innifaldir tveir fiskar. Einnig hefur verið ákveðið að hin vinsælu sumarveiðileyfi í vatnið fyrir áhugasama fluguveiðimenn verði á opnunartilboði út apríl á kr. 9.990.
Veiðileyfi og frekari upplýsingar má fá í síma 822 5300 eða á www.seltjorn.net