Opnað fyrir umsóknir í Vinnuskólann í dag
	Í dag, föstudaginn 17. apríl, opnar Vinnuskóli Reykjanesbæjar fyrir umsóknir nemenda sem fæddir eru árin 2000, 1999 og 1998. Vakin er athygli á því að nemendur fæddir 2001 eiga ekki kost á vinnu sumarið 2015.
	
	Vinnuskólinn er fluttur í Reykjaneshöllina og mæta nemendur því þangað á fyrsta degi hvers tímabils.  Þar er raðað niður í hópa og nemendur hitta flokkstjórann sinn. Frá Reykjaneshöllinni fara krakkanrir með sínum hópi í sitt skólahverfi til vinnu og munu eftir það hittast við þá starfsstöð.
	
	Sjá nánar hér!

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				