Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Opnað fyrir umsóknir í Vinnuskóla Reykjanesbæjar
Fjörugir starfsmenn vinnuskólans.
Þriðjudagur 14. apríl 2015 kl. 09:06

Opnað fyrir umsóknir í Vinnuskóla Reykjanesbæjar

17 ára fá vinnu að þessu sinni en 14 ára ekki.

Opnað verður fyrir umsóknir nemenda í Vinnuskóla Reykjanesbæjar sem fæddir eru árin 2000, 1999 og 1998, næstkomandi föstudag, 17. apríl. Vakin er sérstök athygli á því að nemendur fæddir 2001 eiga ekki kost á vinnu sumarið 2015.
 
Vinnuskólinn er fluttur í Reykjaneshöllina og mæta nemendur því þangað á fyrsta degi hvers tímabils. Þar er raðað niður í hópa og nemendur hitta flokkstjórann sinn. Frá Reykjaneshöllinni fara krakkanrir með sínum hópi í sitt skólahverfi til vinnu og munu eftir það hittast við þá starfsstöð.
 
Tímabilin 2015 eru eftirfarandi:
 
9. - 10. bekkur
Unnið er 4 daga vikunnar - ekki er unnið á föstudögum. Mánudag til fimmtudag frá 08:00-16:00 og hádegismatur frá 12:00-13:00.
 
Tímabil A hefst 10. júní og lýkur 8. júlí.
 
Ekki er unnið neina föstudaga.
 
Tímabil B hefst 13. júlí og lýkur 7. ágúst.
 
Unnið föstudaginn 7. ágúst!
 
17. ára hópur
 
Í vinnuskólanum er nú í fyrsta sinn 17 ára hópur. Takmarkaður fjöldi kemst í þennan hóp en þessir nemendur eiga kost á vinnu í sex vikur á átta vikna tímabili. Þessi hópur var formlega stofnaður til að koma til móts við þennan aldurshóp því ljóst þykir að hann á mjög erfitt með að finna sér sumarvinnu.
Þessi hópur mun sinna hefðbundnum umhverfis- og garðyrkjustörfum, auk tilfallandi verkefna.
 
Unnið er fjóra daga vikunnar - ekki er unnið á föstudögum. Mánudag til fimmtudag  frá 08:00-16:00 og hádegismatur erfrá 12:00-13:00.
 
Búið er að opna upplýsingasíðu fyrir vinnuskólann sem er einnig tengd við facebook síðu vinnuskólans. Slóðin er www.vinnuskolinn.wordpress.com og www.facebook.com/vinnuskolirnb og eru bæði nemendur og foreldrar hvattir til að fylgjast vel með. Þar verða allar nýjar upplýsingar birtar, myndir og allt annað skemmtilegt sem fellur til.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024