Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Opnað fyrir umferð á nýju hringtorgi við Aðalgötu og Iðavelli
Mánudagur 13. nóvember 2006 kl. 09:25

Opnað fyrir umferð á nýju hringtorgi við Aðalgötu og Iðavelli

Opnað hefur verið að nýju fyrir umferð á gatnamótum Aðalgötu og Iðavalla í Reykjanesbæ en þar hafa að undanförnu staðið yfir framkvæmdir við gerð nýs hringtorgs. Er malbikunarframkvæmdum lokið en vegfarendum er bent á að fara varlega því eftir er að ljúka vinnu við frágang hringtorgsins og nánasta umhverfi þess. Því á að vera lokið um miðjan desember. Á sama tíma á að ljúka framkvæmdum við nýtt hringtorg við Hafnargötu og Flugvallarveg.

Þessi mynd er tekin á föstudaginn þegar malbikunarframkvæmdir stóðu yfir á nýja hringtorginu við Aðalgötu og Flugvallarveg. Tilkoma hringtorgsins ætti að auka umferðaröryggi þarna til muna en löngum hefur verið kvartað yfir því hversu “blint” þetta horn hefur verið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024