Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Opnað fyrir aðgengi ferðamanna að Gunnuhver á ný
Miðvikudagur 23. júní 2010 kl. 09:27

Opnað fyrir aðgengi ferðamanna að Gunnuhver á ný


Opnað verður fyrir aðgengi ferðamanna að Gunnuhver í dag en svæðið hefur verið lokað undanfarin tvö ár. Almannavarnir lokuðu svæðinu af öryggisástæðum eftir að aukin virkni hljóp í hverinn með þeim afleiðingum að hann breiddi úr sér, eyðilagði útsýnispall og tók í sundur veginn.
Framkvæmdum við Gunnuhver til að bæta aðgengi ferðafólks að hverasvæðinu er lokið.
Búið er að byggja nýja glæsilega útsýnspalla fyrir ferðamenn á svæðinu og er þar jafnframt aðgengi fyrir fatlaða. Ferðamálasamtök Suðurnesja, HS Orka, Grindavíkurbær, Reykjanesbær og Ferðamálastofa komu að endurbótunum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024