Opna nýtt íþróttamannvirki á laugardag
– margt í boði fyrir bæjarbúa í Grindavík. Tertur og grillaðar pylsur.
Formlega opnun á nýrri Íþróttamiðstöð Grindavíkur við Austurveg verður nk. laugardag kl. 15:00 og eru bæjarbúar í Grindavík boðnir velkomnir.
Formleg vígsla fer fram á nýju sviði framan við aðalinngang ef veður leyfir. Þá verður íþróttamannvirkið til sýnis. Eldri borgarar verða með Boccia, júdóæfing verður í Gjánni og tækjasalur Gymheislu verður opinn og þar boðið upp á aðstoð. Skriðsundskeppni sunddeildar UMFG verður í lauginni, skákborð í móttökusal fyrir gesti, fótboltaboltamyndbönd með Grindavíkurliðunum á sjónvarpsskjá í anddyri og ýmislegt fleira.
Leikur á milli Grindavíkur og Vals í úrvalsdeild kvenna í körfubolta verður kl. 16:30 í íþróttahúsinu. Þar er ókeypis aðgangur. Í hálfleik verður skrifað undir samninga við UMFG, Golfklúbb Grindavíkur, Hestamannafélagið Brimfaxa og Kvenfélag Grindavíkur.
Sundlaug er opin til kl. 17:00. Ókeypis er í sund. Þá verður boðið upp á tertur og grillaðar pylsur í tilefni dagsins.