Opna leikskóladeild í Samkomuhúsi Sandgerðis
Íbúum Sandgerðis á leikskólaaldri fjölgar svo hratt að bregðast verður við fjölguninni með opnun leikskóladeildar í Samkomuhúsi Sandgerðis. Gert er ráð fyrir að deildin opni um næstu mánaðamót.
Bæjarráð Sandgerðis lagði í gær til að ein leikskóladeild verði starfrækt í samkomuhúsi bæjarfélagsins litla salnum þar til ný deild verður opnuð á næsta skólaári í samræmi við áðurgerða samþykkt. Á biðlista fyrir leikskólapláss eru nú um tuttugu börn og eru sautján þeirra komin á leikskólaaldur.
Bæjarráðs leggur áherslu á að hér er verið að bregðast við mikilli fjölgun barna á leikskólaaldri en hún er tilkomin m.a. vegna mikillar fjölgunar íbúa á árinu sem þurfa slíka þjónustu.
Bæjarstjóra, leikskólastjóra og formanni fagráðs er falið að koma umræddu húsnæði og útiaðstöðu í gagnið hið fyrsta og er gert ráð fyrir að taka við börnum frá og með næstu mánaðamótum að telja.
Bæjarráð Sandgerðis lagði í gær til að ein leikskóladeild verði starfrækt í samkomuhúsi bæjarfélagsins litla salnum þar til ný deild verður opnuð á næsta skólaári í samræmi við áðurgerða samþykkt. Á biðlista fyrir leikskólapláss eru nú um tuttugu börn og eru sautján þeirra komin á leikskólaaldur.
Bæjarráðs leggur áherslu á að hér er verið að bregðast við mikilli fjölgun barna á leikskólaaldri en hún er tilkomin m.a. vegna mikillar fjölgunar íbúa á árinu sem þurfa slíka þjónustu.
Bæjarstjóra, leikskólastjóra og formanni fagráðs er falið að koma umræddu húsnæði og útiaðstöðu í gagnið hið fyrsta og er gert ráð fyrir að taka við börnum frá og með næstu mánaðamótum að telja.