Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Opna hundahótel í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 4. janúar 2005 kl. 23:26

Opna hundahótel í Reykjanesbæ

Hundaþjálfarinn Atli Þorsteinsson og Kristín Davíðsdóttir, kona hans, hafa opnað hafa opnað alhliða hundaþjónustu í Reykjanesbæ.
Þau hjónin opnuðu fyrir áramót glæsilega aðstöðu fyrir K9 Hundaskólann þar sem þau eru einnig með hundahótel, verslun með allt sem við kemur hundum og fullkomna æfinga- og þjálfunaraðstöðu innanhúss sem utan.
„Þetta er gamall draumur varð loks að veruleika þegar ég byrjaði með skólann í apríl og svo með nýja húsinu sem við opnuðum við Vatnsnesveg 5 í desember."

Í húsnæðinu er geymslurými fyrir 10 hunda sem Atli segir að hafi tilfinnanlega vantað á svæðinu. „Við erum með þjónustu fyrir fólk sem fer í flug erlendis þar sem við sækjum bílana og hundana fyrir þau þegar þau fara og skilum þeim svo þegar fólkið snýr aftur heim.  Þetta er sérlega hentugt fyrir utanbæjarfólk sem getur nú skilað hundunum á hótel í leiðinni í stað þess að gera sér sérstaka ferð til að koma þeim í geymslu í bænum."
Hundaskólinn hjá Atla er í stöðugum vexti og innan tíðar geta „hótelgestir" gengið á milli inniaðstöðunnar og útigerðis bak við húsið sem er mjög rúmgott.

Aðspurður sagði Atli að hótelið hefði gengið vel það sem af er en mikil ásókn væri í skólann þar sem Atli er með hlýðninámskeið, leiðbeiningar varðandi hegðunarvandamál hunda og hvolpanámskeið.
Áhugasamir geta komið við í búðinni að Vatnsnesvegi eða farið á heimasíðu skólans, k9hundaskoli.com og sótt sér þar ýmislegan fróðleik varðandi hunda og hundahald.

VF-mynd/Þorgils Jónsson: Atli og Kristín í búðinni ásamt Sesari

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024