Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Opna frístunda-heimilin frá 9. ágúst fyrir börn fædd 2015
Föstudagur 19. mars 2021 kl. 07:54

Opna frístunda-heimilin frá 9. ágúst fyrir börn fædd 2015

Ákveðið hefur verið að opna frístundaheimili grunnskólanna í Reykjanesbæ fyrir börn fædd 2015 frá 9. ágúst til skólasetningar. Um leið verður ekki í boði fyrir þann hóp að koma aftur inn á leikskólann sinn eftir að sumarleyfi lýkur. Markmiðin með þessari opnun eru meðal annars að brúa bilið milli leik- og grunnskólagöngu nemenda, að aðlögun nýrra leikskólabarna geti farið fram fyrr en verið hefur og að aðlaga tilvonandi fyrstu bekkinga í grunnskólann sinn.

Farið var af stað með tilraunaverkefni í þremur skólum haustið 2020 og var almenn ánægja foreldra með framkvæmdina. Að fenginni reynslu þessa tilraunaverkefnis var ákveðið að bjóða upp á þessa þjónustu í öllum grunnskólum sveitarfélagsins og koma þannig til móts við þarfir fjölskyldna en einnig til að jafna stöðu íbúa sveitarfélagsins meðal annars með tilliti til baklands sem er hluti af stefnu Reykjanesbæjar, Í krafti fjölbreytileikans og verkefnisins Allir með!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024